Home Fréttir Í fréttum Áforma hótel í Seljalandsseli

Áforma hótel í Seljalandsseli

15
0
Fossinn hefur aðdráttarafl og er fjölsóttur ferðamannastaður. Byggingar eru áformaðar í námunda. mbl.is/Sigurður Bogi

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Seljalandssel í Rangárþingi eystra er nú til umsagnar í Skipulagsgátt, en deiliskipulagstillagan tekur til uppbyggingar á 120 herbergja hóteli ásamt starfsmannaíbúðum.

Svæðið sem um ræðir er neðan þjóðvegar 1, skammt austan við brúna yfir Markarfljót, en Seljalandsfoss til norðurs frá hinu áformaða byggingarsvæði.

Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að skipulagssvæðið sé á flatlendi, á gömlum áreyrum Markarfljóts, þegar fljótið rann austur með Eyjafjöllum. Jarðvegur sé grunnur víðast hvar, lífrænn efst, en rýr þar undir og jafnvel grýttur malarjarðvegur.

Heimild: Mbl.is