Home Fréttir Í fréttum Vilja minnismerki um Gunnar í stað nýs einbýlishúss

Vilja minnismerki um Gunnar í stað nýs einbýlishúss

15
0
Lóðin þar sem til stendur að reisa einbýlishús. RÚV – Markús Þ. Þórhallsson

Sjálfstæðismenn vilja reisa minnismerki um Gunnar Gunnarsson rithöfund á lóð fyrir neðan Gunnarshús. Þar stendur til að reisa einbýlishús og mælast áformin misjafnlega fyrir.

Tvær ólíkar hugmyndir eru komnar fram um hvað skuli gera með lóðina númer 59 við Laugarásveg sem staðið hefur auð um áratugaskeið samkvæmt loforði borgarinnar við Gunnar Gunnarsson rithöfund. Lóðin er neðan við Gunnarshús.

Uppi eru áform um að reisa þar tvíbýlishús en þau hafa mælst misjafnlega fyrir. Nú hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hins vegar lagt til að þar verði komið upp minnismerki um Gunnar. Það gerðu þeir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í dag en afgreiðslu tillögunnar var frestað. Slíkt minnismerki kæmi væntanlega í stað húsbyggingar á lóðinni.

Gunnar Gunnarsson rithöfundur.
CC

Greint var frá því í frétt á Vísi á dögunum að íbúar við Laugarásveg og í kring hefðu mótmælt byggingu nýs tvíbýlishúss á lóðinni neðan við Gunnarshús. Þar hafi verið vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir fullorðna í hverfinu.

Lóðin er stór og er í enda á baklóðum við Laugarásveg. Byggð hafa verið einbýlishús á þeim öllum. Hins vegar lofaði borgin Gunnari því um miðja síðustu öld að ekki yrði byggt á lóðinni svo lengi sem hann, kona hans eða börn þeirra ættu þar heima.

Þrátt fyrir að langt sé síðan nokkur úr fjölskyldunni hefur búið í húsinu hefur ekkert verið byggt á lóðinni fyrir neðan Gunnarshús. Þar til núna – ef áform um slíkt ganga eftir. Rithöfundasambandið hefur haft starfsemi sína í húsinu frá því á síðustu öld og fékk það til eignar fyrir rúmlega áratug.

Gunnarshús er við Dyngjuveg. Fyrir aftan það er auð baklóð við Laugarásveg.
Rithöfundasamband Íslands

Í tillögu Sjálfstæðismanna er lögð áhersla á að minnismerki um Gunnar verði vel staðsett, til dæmis neðan við trjálund sem þarna er. Þeir vilja að minnismerkið „skerði ekki notagildi brekkunnar, sem vinsæls leiksvæðis og sleðabrautar barna og ungmenna í hverfinu“. Þessu til viðbótar vilja þeir að setubekk verði komið fyrir við minnismerkið.

Heimild: Ruv.is