Home Fréttir Í fréttum Líkur á efnahagslegum vítahring að mati SI

Líkur á efnahagslegum vítahring að mati SI

11
0
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Eggert

Ný greining Samtaka iðnaðarins (SI) sýnir að byggingariðnaðurinn á Íslandi er í niðursveiflu eftir fjögurra ára stöðugan vöxt.

Á fyrri helmingi ársins 2025 nam veltan í byggingariðnaði tæplega 310 milljörðum króna, sem er 2% samdráttur að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2021 sem samdráttur mælist í greininni. Sérstaklega hefur dregið úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, þar sem veltan hefur minnkað um rúmlega 5%.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, á hættuna á efnahagslegum vítahring sem geti leitt til skorts á íbúðarhúsnæði.

„Stjórnvöld verða að bregðast við með markvissum aðgerðum. Tryggja þarf skilyrði fyrir aukna og stöðuga uppbyggingu. Verðbólga og vextir verða að lækka. Það þarf að draga úr byggingarkostnaði með endurskoðun skatta og gjalda og einföldun byggingarreglugerðar,“ segir Sigurður.

Heimild: Mbl.is