Home Fréttir Í fréttum Fjögurra milljarða króna velta

Fjögurra milljarða króna velta

32
0
Baldur Á. Steinarsson er framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi Rafmiðlunar.

Stjórn leggur til að ríflega hálfur milljarður króna verði greiddur í arð.

Rafverktakafyrirtækið Rafmiðlun hagnaðist um 591 milljón króna í fyrra, samanborið viðe 335 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur jukust um 14% milli ára og námu 4 milljörðum króna.

Skjáskot af Vb.is

Í árslok 2024 voru eignir félagsins bókfærðar á 1,3 milljarða og nam eigið fé 730 milljónum. Stjórn félagsins leggur til að 510 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár en í fyrra greiddi félagið 462 milljónir í arð.

Heimild: Vb.is