Kennslustofum hefur nú verið komið fyrir í nýja skólaþorpinu við Laugardalsvöll. Eins og sjá má á myndunum er hér um einingahús að ræða.

Skólaþorpið stendur á horni Reykjavegar og Engjateigs í Laugardal, þar sem áður var bílastæði fyrir þjóðarleikvanginn.

Nemendur í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla munu sitja kennslustofurnar vegna mygluvandamála í skólunum þremur.

Skólaþorpið er hugsað sem tímabundið úrræði fyrir nemendur skólanna á meðan verið er að greiða úr þeim vandamálum.

Fyrstu kennslustofurnar eiga að vera tilbúnar til notkunar í haust.
Heimild: Mbl.is