Home Fréttir Í fréttum Vilja tengja hótelbyggingu við gamla héraðsskólann

Vilja tengja hótelbyggingu við gamla héraðsskólann

13
0
Héraðsskólinn á Skógum var byggður eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og tekinn í notkun árið 1949 en skólastarf lagðist af 1999. mbl.is/Sigurður Bogi

Eig­end­ur Héraðsskól­ans á Skóg­um vilja byggja hót­el í viðbygg­ingu við skól­ann og bæta við allt að 100 gist­i­rým­um í viðbygg­ingu. Skól­inn var í fyrra seld­ur frá rík­inu til EJ hotels sem er í eigu bræðranna Jó­hanns Þóris og Ein­ars Jó­hanns­sona.

Fram að söl­unni því hafði skól­inn verið í út­leigu til EJ hotels. Fyr­ir­tækið rek­ur Hót­el Skóg­ar­foss, Hót­el Skógá og Hót­el Anna í Rangárþingi-eystra.

Skóla­hald var í grunn­skól­an­um allt til árs­ins 1999. Frá þeim tíma hef­ur hann verið nýtt­ur sem gist­i­rými fyr­ir ferðamenn og fyrst eft­ir að skóla­hald lagðist af nýtti Hót­el Edda skól­ann. Pláss er  28-30 mann­eskj­ur en ef af breyt­ingaráform­um verður munu gist­i­rým­in verða 130. Þá er óskað eft­ir heim­ild fyr­ir 78 bíla­stæðum.

Bygg­ing­ar­magn verði allt að 8700 fer­metr­ar

Í breyt­ing­ar­beiðni á deili­skipu­lagi sem ligg­ur fyr­ir hjá Rangárþingi Eystra kem­ur fram að skól­inn sé rúm­ir 2500 fer­metr­ar fer­metr­ar að stærð en beiðnin snýr að því að leyfi­legt heild­ar­bygg­ing­ar­magn verði allt að 8700 fer­metr­ar. Ekki er til­greind­ur fer­metra­fjöldi viðbygg­ing­ar í áform­um en ef tekið er mið af teikn­ingu er um u.þ.b. tvö­föld­un á stærð húss­ins að ræða.

Sé tekið mið af yf­ir­lits­mynd með beiðni um breyt­ingu á deili­skipu­lagi má sjá að stækk­un­in er um­tals­verð. Skjá­skot/​Rangárþing Eystra

Fell­ur ekki und­ir lög­form­lega vernd

Skól­inn var byggður á ár­un­um 1946-1949 og var teiknaður af Guðjóni Samú­els­syni arki­tekt. Í um­sögn Minja­stofn­un­ar seg­ir að húsið falli ekki und­ir lög­form­lega vernd skv. ákvæðum laga um menn­ing­ar­minj­ar nr. 80/​2012 en húsið engu að síður sagt hafa ótví­rætt varðveislu­gildi.

„Mik­il­vægt er að viðbygg­ing beri upp­haf­legu bygg­ing­una ekki of­urliði. Þannig færi vel á að hæð ný­bygg­ing­ar væri minni en nú­ver­andi húss og að teng­ing­ar á milli gamla húss­ins og ný­bygg­ing­ar verði hugsaðar vand­lega. Til­lag­an fel­ur í sér geysi­lega aukn­ingu á bygg­ing­ar­magni: allt að þriggja hæða bygg­ingu en gamla skóla­húsið er tvær hæðir og kjall­ari. Einnig er óljóst hvort út­lín­ur fyr­ir­hugaðrar viðbygg­ing­ar á til­lögu­upp­drætt­in­um séu bind­andi eða ekki en þær vekja spurn­ing­ar um hvernig teng­ingu á milli hús­anna verði hagað,“ seg­ir í um­sögn Minja­stofn­un­ar.

Að und­an­skildri um­sögn frá Rarik hafa ekki borist fleiri um­sagn­ir um áformin.

Heimild: Mbl.is