
Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur um að hætta við þrengingu gatnamóta Höfðabakka og Bæjarháls var vísað frá á fundi ráðsins fyrr í vikunni, með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá.
Tillagan laut að því að fallið yrði frá því að fjarlægja tvo beygjuvasa, þ.e. hægri beygju, við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls, þar sem framkvæmdin myndi draga úr umferðarflæði og valda verulegum töfum á umferð um téðar götur, ekki síst til og frá Árbæjarhverfi.
Heimild: Mbl.is