Home Fréttir Í fréttum Bruna­rústirnar fjar­lægðar tveimur árum eftir brunann

Bruna­rústirnar fjar­lægðar tveimur árum eftir brunann

12
0
Brunarústirnar við Hvaleyrarbraut. Húsið var ósamþykkt íbúðarhúsnæði en þar bjuggu samt þrettán manns. Vísir/Vilhelm

Samkomulag hefur náðst um niðurrif og uppbyggingu við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, þar sem iðnaðarhúsnæði brann til kaldra kola í ágúst 2023. Til stendur að fjarlægja brunarústirnar og hefja íbúðauppbyggingu.

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær tilboð í verkin, en það hefur tekið tvö ár að ná samkomulagi við eigendur húsnæðisins.

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, segir að málið hafi verið óvenju flókið þar sem eigendur á svæðinu séu hátt í 20 talsins. Sumar eignir hafi brunnið, aðrar ekki, og hagsmunir eigenda ólíkir.

Bærinn hafi því séð sig tilneyddan að leysa til sín lóðina í byrjun maí, og allir kjörnir fulltrúar hafi verið því sammála.

Í sumar hafi verið reynt að finna flöt á næstu skrefum í málinu, og svo hafi í vikunni borist nýtt tilboð frá hagaðilum þar sem komin var skýrari ábyrgð um hreinsun lóðarinnar en í fyrri tilboðum.

„Það er því fagnaðarefni að loks verði hægt að hreinsa svæðið og hefja íbúðauppbyggingu.“

Heimild: Visir.is