Home Fréttir Í fréttum Daði ætlar að endurskoða lög um brunatryggingar

Daði ætlar að endurskoða lög um brunatryggingar

9
0
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra hyggst end­ur­skoða lög um bruna­trygg­ing­ar með það að mark­miði að auka hvata hús­eig­enda til að sinna bruna­vörn­um í gegn­um bruna­trygg­ing­ar.

Þetta sagði ráðherra í sam­tali við mbl.is að lok­inni ráðstefnu um bruna­varn­ir sem hald­in var í vikunni en til­efnið var að fimm ár eru liðin frá vo­veif­leg­um elds­voða á Bræðra­borg­ar­stíg þar sem þrír létu lífið.

Í kjöl­farið af brun­an­um lagðist Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un ásamt fleiri fagaðilum í ít­ar­lega grein­ing­ar­vinnu á því hvernig bæta mætti bruna­varn­ir í land­inu og var niðurstaðan þrett­án liða aðgerðaáætl­un.

All­ar til­lög­ur HMS fyr­ir utan eina hafa orðið að veru­leika en síðasta til­lag­an fel­ur ein­mitt í sér fyrr­nefnda end­ur­skoðun á lög­um um bruna­trygg­ing­ar með það að mark­miði að búa til hvata til að hafa bruna­varn­ir í lagi.

Mik­il­vægt að það séu hvat­ar

Hér á landi er skylda að tryggja hús­næði fyr­ir bruna en í er­indi sínu á ráðstefn­unni í vikunni talaði Daði Már um að því fylgdi sá galli að hvata skorti til eft­ir­fylgni þegar kem­ur að bruna­vörn­um.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að mik­il­vægt að búa slíka hvata til.

„Ég held að það sé mik­il­vægt að það séu hvat­ar og það er nú svona til­hneig­ing alltaf til þess að halda niður kostnaði, sér­stak­lega varðandi leigu­hús­næði. Það er auðvitað ekk­ert óeðli­legt við það en það má ekki byggja á ör­yggi eða má ekki bitna á ör­yggi íbú­anna,“ seg­ir Daði.

Spurður hvernig slík­ir hvat­ar myndu líta út seg­ir hann:

„Þetta eru þá hvat­ar til þess að hús­næðið upp­fylli ákveðnar kröf­ur áður en hægt er að veita trygg­ing­una. Við þurf­um að út­færa það. Við höf­um mjög góðar fyr­ir­mynd­ir frá ná­granna­lönd­un­um um hvernig það er gert.“

Elds­voðinn við Bræðra­borg­ar­stíg leiddi í ljós ýms­ar brota­lam­ir á kerf­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bif­reiðatrygg­ing­ar eru gott dæmi

Þá bend­ir Daði á að slík­ir hvat­ar geti vel virkað þó að um sé að ræða skyldu­trygg­ing­ar en bíla­trygg­ing­ar eru gott dæmi um það.

„Það eru skyldu­trygg­ing­ar á bif­reiðum en það eru líka ör­yggis­kröf­ur á bif­reiðum til þess að yfir höfuð sé hægt að tryggja þær. Og það er þá eitt­hvað slíkt sem verið er að tala um.“

Það hef­ur verið kallað eft­ir breyt­ing­um sem þess­um á bruna­varn­ar­trygg­inga­lög­gjöf­inni í ein­hvern tíma. Er þetta vinna sem þú munt leggj­ast í núna?

„Þetta er það sem við erum að skoða,“ seg­ir Daði.

Fagaðilar hafa lengi kallað eft­ir end­ur­skoðun á lög­gjöf­inni. mbl.is/​Birta Mar­grét

Heimild: Mbl.is