Í vikunni var ritað undir samning Bláskógabyggðar við Norðanmenn ehf, Flúðaverktaka ehf og Rörið ehf um endurnýjun útisvæðis sundlaugarinnar í Reykholti.
Framkvæmdir hefjast þriðjudaginn 16. september og á þeim að vera lokið þann 1. september á næsta ári.
Verkið tekur til jarðvinnu, uppsteypu, lagna-, loftræsti- og raflagnakerfa og alls frágangs að utan og innan. Framkvæmdasvæðið verður afmarkað á næstu dögum.
Síðasti opnunardagur sundlaugarinnar verður fimmtudaginn 11. september, en íþróttahús og æfingasalur verða að mestu opin á meðan á framkvæmdum stendur.
Heimild: Sunnlenska.is