
Áætlanir gera ráð fyrir að heildarkostnaður við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut verði 600 milljónir króna. Brúin var tekin í notkun um miðjan ágúst síðastliðinn.
Staðan er sú að verkinu er ekki að fullu lokið og endanlegu uppgjöri við verktaka er því ekki lokið, upplýsir Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá samskiptadeild Vegagerðarinnar. Talan 600 milljónir er sú sem miðað er við.
Heimild: Mbl.is