Home Fréttir Í fréttum Þrautagöngu byggingar hofs Ásatrúarfélagsins að ljúka

Þrautagöngu byggingar hofs Ásatrúarfélagsins að ljúka

18
0
Guðmundur Rúnar Svansson, lögsögumaður Ásatrúarfélagsins, segir í samtali við mbl.is að þrautagöngu félagsins með byggingu nýs hofs í Öskjuhlíð sé loks að ljúka. mbl.is/Karítas

Nú hill­ir und­ir að þrauta­göngu bygg­ing­ar Ása­trú­ar­fé­lags­ins á nýju hofi í Öskju­hlíð fari að ljúka en hofið hef­ur verið á bygg­ing­arstigi síðan árið 2015.

Bygg­ing hofs­ins vakti mikla alþjóðlega at­hygli á sín­um tíma og birt­ust meðal ann­ars frétt­ir af henni á BBC og The Guar­di­an.

Boðað til op­ins umræðufund­ar

Fé­lagið hef­ur boðað til op­ins umræðufund­ar laug­ar­dag­inn 11. októ­ber.

Hilm­ar Örn Hilm­ars­son alls­herj­argoði sagði sum­arið 2023, í sam­tali við mbl.is, að eng­ar kvaðir væru um að bygg­ingu hofs­ins yrði lokið inn­an ákveðins tím­aramma. Hraði upp­bygg­ing­ar­inn­ar færi eft­ir því sem efni stæðu til.

Alda Vala Ásdís­ar­dótt­ir, staðgeng­ill Hilm­ars Arn­ar, sagði í júlí á þessu ári, í sam­tali við mbl.is, að verk­fræðivinna væri í gangi á bak við tjöld­in en eng­ar áætlan­ir um að verki yrði fram haldið fyrr en eft­ir um eitt og hálft ár.

Helgi­dóm­ur og at­hafna­rými í fyrsta áfanga

Ein­um mánuði áður greindi lög­sögumaður Ása­trú­ar­fé­lags­ins frá því á opn­um fundi að fjár­hags­staða þess væri að verða þannig að fé­lagið gæti farið að huga að næsta áfanga í bygg­ingu hofs­ins og að fram­kvæmd­ir gætu mögu­lega haf­ist í lok árs 2026.

Í aug­lýs­ingu vegna fund­ar­ins í októ­ber kem­ur fram að lög­sögumaður, gjald­keri og alls­herj­argoði hafi í vor og sum­ar fundað bæði með viðskipta­banka fé­lags­ins og verk­fræðistof­unni Verkís.

Á fund­in­um verður greint frá umræðum þeirra funda og lögð fram gögn úr vænt­an­leg­um árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir nýliðið rekstr­ar­ár. Þá verður upp­færð áætl­un um bygg­ing­ar­kostnað fyrsta áfanga lögð fram sem og rekstr­aráætl­un fé­lags­ins til næstu fimm ára, viðskipta­áætl­un um fjár­mögn­un fram­kvæmda miðað við nokkr­ar sviðsmynd­ir og tíma­áætl­un fram­kvæmda.

Fund­ur­inn verður ein­ung­is op­inn fé­lags­mönn­um en streymi frá hon­um verður aðgengi­legt gest­um. Rúm­lega 6.200 fé­lags­menn eru í Ása­trú­ar­fé­lag­inu og stöðug og jöfn fjölg­un hef­ur verið í fé­lag­inu í gegn­um tíðina.

Í fyrsta áfanga verður helgi­dóm­ur og at­hafna­rými full­byggð þannig að at­hafn­ir munu fara fram í hofi. Þá verður hægt að taka á móti gest­um, að því er seg­ir í aug­lýs­ing­unni.

Alls­herj­arþing hef­ur ákvörðun­ar­valdið

Guðmund­ur Rún­ar Svans­son, lög­sögumaður Ása­trú­ar­fé­lags­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is fjár­hags­stöðu fé­lags­ins góða og þrauta­göngu þess sé loks að ljúka.

Aðspurður seg­ist hann ekki gefa upp nein­ar töl­ur á þess­ari stundu, þær verði lagðar fram fyr­ir fé­lags­menn fyrst.

Á fund­in­um hyggst lög­sögumaður leggja fyr­ir fé­lagið áætlan­ir um að hefja drög að áfram­hald­andi fram­kvæmd­um við bygg­ingu hofs­ins.

„Við erum að und­ir­búa aðal­fund, sem verður 1. nóv­em­ber, og nefn­ist Alls­herj­arþing. Áformin verða end­an­lega ákveðin þar.“

Heimild: Mbl.is