Home Fréttir Í fréttum RARIK semur við Þjótanda ehf um plægingu á háspennustreng undir Eyjafjöllum

RARIK semur við Þjótanda ehf um plægingu á háspennustreng undir Eyjafjöllum

413
0
Frá vinstri: Ólafur Einarsson frá Þjótanda ehf og Pétur Einir Þórðarson framkvæmdastjóri Tæknisviðs RARIK handsala samninginn

Þann 20. júní 2016 samdi RARIK við Þjótanda ehf um plægingu á þrífasa 33 kV háspennustreng eftir að verkið hafði verið boðið út. Þjótandi var jafnframt lægst bjóðandi. Um er að ræða rúmlega 26 km lögn frá bænum Steinum undir Eyjafjöllum og austur fyrir ána Klifanda. Verkið verður unnið frá byrjun ágúst fram í miðjan október 2016. Einnig tilheyrir þessu verki plæging á þrífasa 11 kV háspennustreng frá aðveitustöð RARIK við Hrútafell að Skógum, en sú lagnaleið er áætluð um 4,3 km.

<>

 

Jafnframt er um að ræða plægingu á þrífasa 19 kV háspennustreng frá Sólheimum að Pétursey, um 4 km og þrífasa 19 kV strengur frá Sólheimum að Sólheimajökli, um 5,7 km. Einnig er um að ræða samtals um 5 km af öðrum þrífasa 11 kV og 19 kV strenglögnum. Tilheyrandi jarðskautslagnir og frágangur undirstaða fyrir jarðspennistöðvar er hluti verksins. Sveitarfélögum býðst að leggja með strenglögnum ljósleiðara/ljósleiðararör á kostnaðarverði.