Home Fréttir Í fréttum Auglýsa eftir áhugasömum aðilum um stofnun félags um almennar íbúðir í Grindavík

Auglýsa eftir áhugasömum aðilum um stofnun félags um almennar íbúðir í Grindavík

97
0

Grindavíkurbær auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á að standa að stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu, kaup og rekstur almennra leiguíbúða í Grindavík, á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir – Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

<>

Þar segir einnig að markmiðið sé að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu. Lögð er áhersla á, verði af stofnun slíks félags, að það verði rekið með langtímamarkmið að leiðarljósi og án hagnaðarsjónarmiða.

Nánari upplýsingar um lögin og fyrirkomulag má finna á vef Íbúðalánasjóðs. Þeir sem hafa áhuga á að standa að stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar eru beðnir um að hafa samband við bæjarstjóra fyrir 22. ágúst 2016.

Heimild: Sudurnes.net