Home Fréttir Í fréttum Vélarnar mættar á svæðið

Vélarnar mættar á svæðið

28
0
Niðurrif á gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni er að hefjast. mbl.is/Eyþór

Vinna við niðurrif fyrr­ver­andi skrif­stofu­bygg­ing­ar Morg­un­blaðsins við Kringl­una 1 hófst í vikunni. Lít­il grafa var uppi á svöl­um húss­ins og mokaði niður grasi og jarðvegi þar. Stærri vél var til reiðu fyr­ir fram­an húsið er kem­ur að sjálfu niðurrif­inu.

Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu stend­ur nú fyr­ir dyr­um mik­il upp­bygg­ing á Kringlu­svæðinu. Skipu­lags­svæðið af­mark­ast af Kringlu­götu, Lista­braut og Kringlu­mýr­ar­braut en lóðarmörk til norðaust­urs eru hér um bil sam­síða Sjóvár­hús­inu. Gert hef­ur verið ráð fyr­ir að byggðir verði 6.200 fer­metr­ar af at­vinnu­hús­næði og um 420 íbúðir.

Heimild: Mbl.is