Vinna við niðurrif fyrrverandi skrifstofubyggingar Morgunblaðsins við Kringluna 1 hófst í vikunni. Lítil grafa var uppi á svölum hússins og mokaði niður grasi og jarðvegi þar. Stærri vél var til reiðu fyrir framan húsið er kemur að sjálfu niðurrifinu.
Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu stendur nú fyrir dyrum mikil uppbygging á Kringlusvæðinu. Skipulagssvæðið afmarkast af Kringlugötu, Listabraut og Kringlumýrarbraut en lóðarmörk til norðausturs eru hér um bil samsíða Sjóvárhúsinu. Gert hefur verið ráð fyrir að byggðir verði 6.200 fermetrar af atvinnuhúsnæði og um 420 íbúðir.
Heimild: Mbl.is