Home Fréttir Í fréttum Bíleigendum ráðlagt að leggja fjærri Fjarðabyggðarhöllinni meðan gert er við þakið

Bíleigendum ráðlagt að leggja fjærri Fjarðabyggðarhöllinni meðan gert er við þakið

16
0

Fjarðabyggðarhöllin verður lokuð næsta mánuðinn vegna viðgerða á þaki hússins. Umferð í nágrenni hennar er bönnuð og bíleigendum ráðlagt að leggja fjærri henni næstu dagana.

Verið er að bregðast við ryði í þaki hallarinnar. Borið verður efni á þakið til að stöðva ryðið, síðan sprautað yfir það kvoðu og loks lögð á það heit plastkápa.

Framkvæmdir hófust síðasta fimmtudag og er gert ráð fyrir að höllin verði lokuð fram til 14. september. Vinnusvæði í kringum hana hefur verið girt af og öll umferð um það svæði er bönnuð.

Í g´r var bíleigendum í nágrenni hallarinnar ráðlagt að leggja bílum sínum sem lengst frá höllinni þar sem ryk frá framkvæmdunum getur skemmt lakk bíla. Til stendur að setja ábreiður yfir þá bíla sem af einhverjum ástæðum eru ekki færðir.

Þetta á helst við íbúa í fjölbýlishúsunum við Melgerði með númerin 7, 9, 11 og 13 en einnig Sunnugerði 3, 5b og 7 auk Heiðarvegar 12b. Gert er ráð fyrir að þessi sprautun taki nokkrar vikur en Fjarðabyggð mun senda frá sér nýja tilkynningu þegar óhætt verður á ný að leggja bílum á svæðinu.

Heimild: Austurfrett.is