Home Fréttir Í fréttum Byrjað að grafa við flugbrautarendann

Byrjað að grafa við flugbrautarendann

141
0

Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í gær framkvæmdir við Hlíðarendabyggð, en forsenda þess að hún rísi er að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Byrjað er á því að setja upp öryggisgirðingu en gert ráð fyrir að lagning framkvæmdavegar hefjist svo um miðja viku. Í haust er svo stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir.

<>

Í viðtali í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Valsmanna öll leyfi liggja fyrir og verkefnið hafi farið í gegnum lögformlegt skipulagsferli. Formaður stuðningssamtaka flugvallarins sagði hins vegar að með framkvæmdunum væri verið brjóta brýr sáttaferlis í flugvallarmálinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna um helgina að grípa þyrfti til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld beittu brögðum til að losna við hann.

Heimild: Vísir.is