Home Fréttir Í fréttum IREF hyggst greiða hálfan milljarð í arð

IREF hyggst greiða hálfan milljarð í arð

33
0
Fjár­festingafélagið er í eigu Gunnars Sverris Harðar­sonar og Þórarins Arnars Sævars­sonar, aða­l­eig­enda Re/Max. Ljósmynd: Aðsend mynd

Félagið á 50% hlut í Steindóri ehf., sem á m.a. Steindórs­reitinn, sem var færður upp um tæpan milljarð á dögunum.

Fjár­festingafélagið IREF ehf. mun greiða allt að 500 milljónir króna í arð á árinu 2025, sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi félagsins fyrir árið 2024.

Á síðasta ári greiddi félagið út rúman milljarð í arð og lækkaði eigið fé því um­tals­vert, þrátt fyrir stöðugar tekjur og virðis­aukningu í dóttur- og hlut­deildar­félögum.

Fjár­festingafélagið er í eigu Gunnars Sverris Harðar­sonar og Þórarins Arnars Sævars­sonar, aða­l­eig­enda Re/Max.

Rekstrar­tekjur félagsins námu 448,8 milljónum króna á árinu 2024 og jukust um 23% frá fyrra ári er þær námu 363,6 milljónum. Þrátt fyrir auknar tekjur lækkaði hagnaður veru­lega milli ára og nam aðeins 1,3 milljónum króna, saman­borið við 29,1 milljón árið áður.

Helstu ástæður þess voru neikvæð áhrif af fjár­festingum í verðbréfum og mikill rekstrar­kostnaður.

Tap af fjár­festingum og verðbréfum nam 243 milljónum króna og vaxta­gjöld voru 75 milljónir.

Á móti kemur að Steindór ehf. og önnur dóttur­félög skiluðu tals­verðum arði en IREF á hluti í fjölda félaga og nam hlut­deildar­hagnaður frá þeim 420 milljónum króna á árinu.

Félagið á 50% hlut í Steindóri ehf., sem er metinn á 1.534 milljónir króna og skilaði 741 milljóna hagnaði.

Steindór ehf. á m.a. fast­eignina á Steindórs­reit sem hækkaði nýverið í verði um tæpan milljarð króna. Hinn helmingurinn í Steindóri ehf. er í eigu Eigna­byggðar ehf. og HB eigna ehf., sem eiga 25% hvor.

Aðrir stórir eignar­hlutir eru í:

Steinar Resort ehf. (60%) – metinn á 183 milljónir og skilaði 70 milljóna hagnaði.

Elfoss ehf. (50%) – metinn á 75 milljónir.

Hótel Flat­ey ehf. (100%) – skilaði tapi upp á 37 milljónir

Lind fast­eigna­sala ehf. (6%) – skilaði hagnaði upp á 11,8 milljónir.

Heildar­eignir félagsins lækkuðu um rúman milljarð króna á árinu, úr 5.049 milljónum í 4.033 milljónir.

Varan­legir rekstrar­fjár­munir lækkuðu sér­stak­lega, m.a. vegna sölu fast­eigna upp á 570 milljónir króna. Þá lækkuðu fjár­eignir félagsins einnig veru­lega.

Fast­eignir sem félagið átti í árs­lok eru m.a.:

Reyni­melur 66, Reykja­vík – metinn á 205 milljónir

Lóna­kot, Hafnarfirði (50%) – metið á 475 milljónir

Sumar­húsalóðir í Heiða­brún – metnar á 2 milljónir.

Eigið fé í lok árs 2024 nam 3.347 milljónum króna, saman­borið við 4.375 milljónir árið áður.

Eigin­fjár­hlut­fall stendur þó sterkt í 83% og félagið á yfir 78 milljónir í hand­bæru fé.

Heimild: Vb.is