Kaup Reita á öllu hlutafé L1100 ehf. og kaup Flóra hotels á öllu hlutafé 201 hótel ehf. sem var tilkynnt 23. maí eru að fullu frágengin og hafa félögin verið afhent nýjum eigendum.
Seljendur eru IS FAST-3 sérhæfður sjóður í stýringu hjá Íslandssjóðum.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu á félögunum 201 Hótel og L1100. Um er að ræða 102 herbergja, þriggja stjörnu hótel við Hlíðarsmára 5-7 Kópavogi. 201 Hótel ehf. heldur utan um rekstur hótelsins og L1100 ehf. á fasteigninni við Hlíðarsmára 5-7.
Reitir er eitt stærsta fasteignafélag landsins og er skráð í kauphöllinni. Flóra hotels er hótelrekstarfélag og rekur Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.
Heimild: Islandsbanki.is