Home Fréttir Í fréttum Iðnaðarmenn snúa of hægt heim – Stór verkefni mönnuð með erlendu vinnuafli

Iðnaðarmenn snúa of hægt heim – Stór verkefni mönnuð með erlendu vinnuafli

101
0

Mikill skortur er á iðnaðarmönnum á Íslandi, þeir sem fluttu af landi brott eftir hrun, þá sérstaklega til Noregs, snúa of hægt heim og skortur er á nýrri kynslóð til að taka við. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Vöntunin á vinnuafli er uppfyllt með erlendum verkamönnum, Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar segir verulegan skort vera á faglærðum iðnaðarmönnum hér á landi:

<>

Það er e.t.v. ekkert við því að menn taki kúfinn með erlendu vinnuafli þegar mikill uppgangur á sér stað, en það er verulegur skortur á því að nægjanlega margir hafi komið inn í þessar greinar til að viðhalda þar eðlilegum fjölda,
sagði Þorbjörn við Morgunblaðið.

Hann segir þá sem fóru af landi brott eftir hrun skila sér of hægt heim og lítið sé um nýliðun:

Á uppgangsárunum fyrir hrun var mikið innstreymi, en til að nemendur geti lokið námi þurfa þeir að fara í starfsþjálfun. Og það var mjög erfitt á tímabili að komast að. Það voru því margir sem ekki luku námi og fóru á önnur mið. Svo varð mikið atvinnuleysi í mannvirkjagerð og allt hefur þetta áhrif á áhuga ungs fólks á að koma.

Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs hjá Samtökum iðnaðarins segir að það sé setið um góða iðnaðarmenn sem koma heim og því geti það reynst mjög erfitt að fá iðnaðarmann til að sinna viðhaldsverkum á heimilum. Friðrik segir að svik á markaðnum séu að færast í aukana:

Það sem við höfum hins vegar miklar áhyggjur af er að það eru þarna úti ófaglærðir einstaklingar sem segjast vera iðnaðarmenn og taka að sér verk án þess að sinna þeim vel.
Til að koma í veg fyrir fúsk hvetja Samtök iðnaðarins fólk um að biðja verktaka um að færa sönnur á menntun sína og best sé að gera skriflegan samning áður en framkvæmdir hefjast.

Heimild: Pressan.is