Home Í fréttum Niðurstöður útboða Ellert Skúlason bauð lægst í breytingar á flugvélastæðum við FLE

Ellert Skúlason bauð lægst í breytingar á flugvélastæðum við FLE

305
0

Ellert Skúlason ehf. bauð lægst í vinnu við breytingar á flugvélastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en tilboð í verkið voru opnuð í gær. Fjögur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum í verkið, en auk Ellerts Skúlasonar buðu Ístak, ÍAV og IJ Landstak í verkið.

<>

Verkinu er skipt í 4 áfanga og skal lokið um miðjan október 2017. Í útboðsgögnum er tekið fram að verktaki skuli taka að sér jarðvinnu, fyllingar og leggja flughlaðsmalbik. Ásamt því að breyta og koma fyrir raflögnum og öðrum búnaði sem til þarf.

Nöfn bjóðenda og tilboðsupphæðir má sjá hér fyrir neðan:

1. Nafn: Ístak hf.
Fjárhæð: 381.828.204 kr

2. Nafn: Ellert Skúlason ehf.
Fjárhæð: 345.764.828 kr

3.Nafn: IJ Landstak
Fjárhæð: 629.530.925 kr

4. Nafn: Íslenskir Aðalverktakar hf
Fjárhæð: 375.691.872 kr

Heimild: Sudurnes.net