Home Fréttir Í fréttum Krefjast stöðvunar framkvæmda við Hvammsvirkjun

Krefjast stöðvunar framkvæmda við Hvammsvirkjun

22
0
Mynd: RÚV – Kveikur

Eigendur og ábúendur á jörðum við bakka Þjórsár krefjast þess að framkvæmdum við Hvammsvirkjun verði hætt þegar í stað. Virkjunarleyfið var dæmt ólöglegt í Hæstarétti fyrr í mánuðinum.

Eigendur og ábúendur jarða við bakka Þjórsár krefjast þess að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hætti tafarlaust. Bréfið er sent til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrir þeirra hönd á mánudag.

Virkjunarleyfi við Hvammsvirkjun var dæmt ólöglegt í héraðsdómi í febrúar. Eftir hann lagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fram frumvarp um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Sagði hann það gert til að bregðast við réttaróvissu.

Landsvirkjun fékk leyfi til að áfrýja dómnum beint til Hæstaréttar. Þar var dómur héraðsdóms staðfestur. Í millitíðinni voru nýju lögin samþykkt. Landsvirkjun sótti um nýtt virkjunarleyfi 11. júlí.

Eigendur og ábúendur við Þjórsá stóðu að baki kærunni við virkjunarframkvæmdirnar. Þau hin sömu krefjast þess nú að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, stöðvi yfirstandandi framkvæmdir.

Heimild: Ruv.is