
Áform um íbúðauppbyggingu á svokölluðum Landsbankareit við Laugaveg hafa fengið grænt ljós í borgarráði Reykjavíkur.
Um er að ræða húsið á Laugavegi 77 þar sem um árabil var útibú Landsbankans. Síðustu ár hefur Penninn/Eymundsson verið með verslun í húsinu auk veitingastaðarins Eiríksson brasserie og herrafataverslunarinnar Karlmanna. Á efri hæðum eru nokkur fyrirtæki, t.d. Kerecis hf.
Húsið er fjórar hæðir auk þakhæðar en breyta á efri hæðum þess úr skrifstofum í íbúðir. Breytt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að 28 íbúðum á efri hæðum hússins. Íbúðirnar verða á bilinu 40-200 fermetrar. Við breytingarnar verður tæknirými þakhæðar fjarlægt og þakhæðin stækkuð.
Heimild: Mbl.is