Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar á Drottningarbrautarreit á Akureyri

Framkvæmdir hafnar á Drottningarbrautarreit á Akureyri

241
0
Mynd: Ruv.is
Það styttist í að fyrstu húsin sem byggð eru samkvæmt nýju deiliskipulagi rísi í miðbæ Akureyrar. Ekki hefur náðst fullkomin sátt um skipulagið. Ásýnd bæjarins breytist töluvert en reynt verður að fella byggðina að gömlu götumyndinni.

Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn á Akureyri var kynnt árið 2012 og nú eru hafnar framkvæmdir á fyrsta reitnum – svokölluðum Drottningarbrautarreit. Þar eiga að rísa þrjú fjölbýlishús og 150 herbergja hótel. Byrjað er að grafa fyrir tveimur húsum en framkvæmdir við hótelið hefjast ekki alveg strax.

<>

Í hverju fjölbýlishúsi verða 16 íbúðir og hálfniðurgrafinn bílakjallari með garði á þakinu. Arkítektastofan Kollgáta teiknaði fjölbýlishúsin en strangar kvaðir voru um form þeirra og útlit. Bjarki Jóhannesson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, segir að reynt hafi verið að fella þau að þeirri byggð sem er þarna fyrir.

Ekki ríkir fullkomin sátt um framkvæmdina. „Það voru heilmikil mótmæli gegn deiliskipulaginu á sínum tíma sem snéru meðal annars að skerðingu á útsýni og að því er fólk taldi skerðingu á bílastæðum sem að kom nú í ljós að var ekki,“ segir Bjarki.

Meðal annars voru gerðar athugasemdir við það þegar fallið var frá kröfu um bílakjallara undir hótelinu á sama tíma og það var stækkað úr 100 herbergjum í 150. Bjarki segir að komið hafi verið á mótst við þá gagnrýni. „Það var gerð krafa um eitt stæði á hverja 75 fermetra í hótelbyggingunni og að minnsta kosti 20 þeirra yrðu innan lóðar.“

Heimild: Ruv.is