Home Fréttir Í fréttum 12.06.2025 Út­hlut­un lóð­ar við Langa­tanga 9-13 í Mos­fells­bæ

12.06.2025 Út­hlut­un lóð­ar við Langa­tanga 9-13 í Mos­fells­bæ

55
0
Mynd: Mos­fells­bær

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt út­hlut­un­ar­skil­mála og lág­marks­verð fyr­ir eina fjöl­býl­is­húsalóð við Langa­tanga 9-13. Um er að ræða eina lóð fyrir þrjá fjölbýlishúsakjarna með sameiginlegri aðkomu og bílakjallara.

Lóð­in er á spenn­andi þétt­ing­ar­reit við mið­bæ Mos­fells­bæj­ar í mikilli nálgæð við verslun- og þjónustu, einnig eru skóli, leikskóli og sundlaug í göngufæri. Góð teng­ing er við Vest­ur­landsveg en áætlað er að Borg­ar­lína fari um mið­svæð­ið í fram­tíð­inni.

Mynd: Mos­fells­bær

Til­boð í lóð­ina skulu berast Mos­fells­bæ fyr­ir kl. 12:00 þann 11. júní 2025 og verða ein­göngu mót­tekin á Mín­um síð­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Til­boð verða opn­uð og tekin fyr­ir á fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar kl. 7:30 fimmtu­dag­inn 12. júní 2025.

Sækja um lóð.