Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og lágmarksverð fyrir eina fjölbýlishúsalóð við Langatanga 9-13. Um er að ræða eina lóð fyrir þrjá fjölbýlishúsakjarna með sameiginlegri aðkomu og bílakjallara.
Lóðin er á spennandi þéttingarreit við miðbæ Mosfellsbæjar í mikilli nálgæð við verslun- og þjónustu, einnig eru skóli, leikskóli og sundlaug í göngufæri. Góð tenging er við Vesturlandsveg en áætlað er að Borgarlína fari um miðsvæðið í framtíðinni.

Tilboð í lóðina skulu berast Mosfellsbæ fyrir kl. 12:00 þann 11. júní 2025 og verða eingöngu móttekin á Mínum síðum sveitarfélagsins.
Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar kl. 7:30 fimmtudaginn 12. júní 2025.