Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja hæð ofan á bæði húsin

Vilja byggja hæð ofan á bæði húsin

36
0
Byggja á hæð ofan á bæði húsin til að styrkja gistirekstur þar. mbl.is/Hákon

Fyr­ir­hugað er að breyta deili­skipu­lagi Teiga­hverf­is norðan Sund­lauga­veg­ar í Reykja­vík vegna breyt­inga á vin­sæl­um þjón­ust­ur­eit. Áformað er að hækka hús­in við Laug­ar­nes­veg 74A og Hrísa­teig 47 í þrjár hæðir auk þess að byggja við Hrísa­teig 47 suðaust­an­meg­in.

Hús­in tvö eru samliggj­andi og að mestu í eigu sömu aðila að því er fram kem­ur í kynn­ingu sem lögð var fram í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur fyr­ir helgi.

Við Laug­ar­nes­veg er hinn vin­sæli veit­ingastaður Kaffi Lauga­læk­ur í hús­næði þar sem Verðlist­inn var um ára­bil en við Hrísa­teig er versl­un Brauðs & co og af­greiðslu­staður Mat­lands. Á efri hæðum hús­anna er gisti­starf­semi.

Heimild: Mbl.is