Fyrirhugað er að breyta deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar í Reykjavík vegna breytinga á vinsælum þjónustureit. Áformað er að hækka húsin við Laugarnesveg 74A og Hrísateig 47 í þrjár hæðir auk þess að byggja við Hrísateig 47 suðaustanmegin.
Húsin tvö eru samliggjandi og að mestu í eigu sömu aðila að því er fram kemur í kynningu sem lögð var fram í borgarráði Reykjavíkur fyrir helgi.
Við Laugarnesveg er hinn vinsæli veitingastaður Kaffi Laugalækur í húsnæði þar sem Verðlistinn var um árabil en við Hrísateig er verslun Brauðs & co og afgreiðslustaður Matlands. Á efri hæðum húsanna er gististarfsemi.
Heimild: Mbl.is