Áætlað er að viðskiptin skili 200 milljónum í aukinn rekstrarhagnað á ári.
Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón hf. hefur fest kaup á þremur atvinnuhúsnæðum að Suðurhrauni 4, 4a og 6 í Garðabæ.
Um er að ræða samtals 9.150 fermetra af tekjuberandi fasteignum sem hýsa starfsemi Samhentra kassagerðar hf. Kaupverðið nemur 2.750 milljónum króna.
Í árshlutauppgjöri félagsins segir að viðskiptin styrki stöðu Kaldalóns á höfuðborgarsvæðinu og bæti við sig stöðugum leigutekjum.
Rekstur Samhentra heldur áfram í húsnæðinu.
Samkvæmt áætlunum munu fasteignirnar skila árlegum leigutekjum upp á 240 milljónir króna og auka rekstrarhagnað félagsins um 200 milljónir.
„Félagið gerir ráð fyrir að ganga frá frekari samþykktum kaupsamningum, háð hefðbundnum fyrirvörum í fasteignaviðskiptum, á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Þór.
Samhliða kaupunum hefur Kaldalón einnig tryggt sér forkaupsrétt að fasteigninni Breiðhellu 2. Félagið segir það mikilvægt skref fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
Heimild: Vb.is