Home Fréttir Í fréttum Kaldalón kaupir fast­eignir fyrir 2,75 milljarða í Garða­bæ

Kaldalón kaupir fast­eignir fyrir 2,75 milljarða í Garða­bæ

11
0
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns og húsnæði Samhentra. Ljósmynd: Samsett

Áætlað er að við­skiptin skili 200 milljónum í aukinn rekstrar­hagnað á ári.

Fast­eignaþróunarfélagið Kaldalón hf. hefur fest kaup á þremur at­vinnu­húsnæðum að Suður­hrauni 4, 4a og 6 í Garða­bæ.

Um er að ræða sam­tals 9.150 fer­metra af tekju­berandi fast­eignum sem hýsa starf­semi Sam­hentra kassa­gerðar hf. Kaup­verðið nemur 2.750 milljónum króna.

Í árs­hluta­upp­gjöri félagsins segir að við­skiptin styrki stöðu Kaldalóns á höfuð­borgar­svæðinu og bæti við sig stöðugum leigu­tekjum.

Rekstur Sam­hentra heldur áfram í húsnæðinu.

Sam­kvæmt áætlunum munu fast­eignirnar skila ár­legum leigu­tekjum upp á 240 milljónir króna og auka rekstrar­hagnað félagsins um 200 milljónir.

„Félagið gerir ráð fyrir að ganga frá frekari samþykktum kaup­samningum, háð hefðbundnum fyrir­vörum í fast­eigna­við­skiptum, á öðrum árs­fjórðungi,“ segir Jón Þór.

Sam­hliða kaupunum hefur Kaldalón einnig tryggt sér for­kaups­rétt að fast­eigninni Breiðhellu 2. Félagið segir það mikilvægt skref fyrir frekari upp­byggingu á svæðinu.

Heimild: Vb.is