Home Fréttir Í fréttum Breytingar standa yfir í Smáralind

Breytingar standa yfir í Smáralind

294
0
Mynd: Smáralind

Von er á breytingum í Smáralind þar sem ný fyrirtæki koma sér fyrir í verlunarmiðstöðinni og endurskipulagning stendur yfir. Í tilkynningu frá Smáralind segir að meðal annars séu framkvæmdir hafnar við verslun Hagkaups, nokkrar nýjar verslanir hafi og opnað og muni opna á næstunni. Þá sé verið að færa verslanir til.

<>

„Framkvæmdir eru hafnar við verslun Hagkaups en í nóvember verður opnuð þar ný og glæsileg Hagkaupsverslun, Iglo+Indi opnaði nýverið glæsilega verslun á jarðhæð Smáralindar og er óhætt að segja að Levi´s hafi tekið risastökk með því að opna enn stærri og flottari verslun í byrjun júní sl.  Tvær aðrar verslanir, Springfield og Women´s Secret opna á haustmánuðum og á svipuðum tíma opnar Jói Fel á nýjum stað, eða í Norðurturni Smáralindar. Þá opnar Útilíf nýja og glæsilega 1.200 fermetra verslun á fyrstu hæð, við hlið Hagkaups á næstunni. Dúka hefur fært sig um set og opnað enn stærri og glæsilegri gjafavöruverslun.“

Þar að auki mun Íslandsbanki flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturn Smáralindar í haust og World Class mun opna dyr sínar fyrir viðskiptavinum.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því undanfarin misseri að uppfæra og endurskipuleggja og við getum fullyrt að það eru spennandi tímar framundan í Smáralind. Við erum fullviss um að viðskiptavinir Smáralindar fagni þessum breytingum og þeirri bættu þjónustu og aukna úrvali vörumerkja, fyrirtækja og verslana, sem fylgja,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.

Heimild: Visir.is