Home Fréttir Í fréttum Fast­eignafélagið Stórefli gjaldþrota

Fast­eignafélagið Stórefli gjaldþrota

87
0
Óli Valur Steindórsson. Ljósmynd: Aðsend mynd

Kröfuhafar lýstu 81 milljón krónu í þrotabúið.

Skiptum á fast­eignafélaginu Stórefli, sem var í 100% eigu Óla Vals Steindórs­sonar, er lokið en engar greiðslur fengust í 81 milljón króna kröfur.

Félagið var tekið til gjaldþrota­skipta með úr­skurði héraðs­dóms í lok nóvember en sam­kvæmt til­kynningu í Lög­birtinga­blaðinu í dag var skiptum lokið í febrúar á þessu ári.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi félagsins tapaði Stórefli 56 milljónum króna árið 2023 og var eigið fé félagsins neikvætt um tæpar 60 milljónir króna. Tveir starfs­menn störfuðu hjá félaginu.

Allt hluta­fé var í eigu Fasteflis ehf. sem var í endan­legri eigu Óla Vals.

Heimild: Vb.is