Kröfuhafar lýstu 81 milljón krónu í þrotabúið.
Skiptum á fasteignafélaginu Stórefli, sem var í 100% eigu Óla Vals Steindórssonar, er lokið en engar greiðslur fengust í 81 milljón króna kröfur.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms í lok nóvember en samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag var skiptum lokið í febrúar á þessu ári.
Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins tapaði Stórefli 56 milljónum króna árið 2023 og var eigið fé félagsins neikvætt um tæpar 60 milljónir króna. Tveir starfsmenn störfuðu hjá félaginu.
Allt hlutafé var í eigu Fasteflis ehf. sem var í endanlegri eigu Óla Vals.
Heimild: Vb.is