
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir að endurskoða þurfi eftirlit með uppbyggingu húsnæðis.
„HMS er með eftirlitið til skoðunar á breiðum grunni því að við sjáum að þetta virkar ekki í núverandi mynd,“ segir Þórunn og rifjar upp forsöguna.
„Það sem gerðist þegar framkvæmd áfangaúttekta var færð til byggingarstjóra fyrir nokkrum árum var að óháð framkvæmdaeftirlit nánast þurrkaðist út. Ef ekkert óháð eftirlit er til staðar þá auðvitað minnkar aðhaldið og áhersla á gróða eykst á kostnað góðra vinnubragða. Eftirlit með hönnunarhluta byggingagerðar er heldur ekki nægt að mínu mati, en það er formlega á hendi byggingarfulltrúa,“ segir Þórunn.
Heimild: Mbl.is