Útboð á byggingarrétti lóða í Dalshverfi. Reykjanesbær auglýsir útboð á byggingarétti á raðhúsalóðum við Álfadal 1-7 og 18-24 og fjölbýlishúsalóðum við Trölladal 12-14 og Dvergadal 2-10.
Lóðirnar eru í suðurhluta 3. áfanga Dalshverfis sem staðsett er í austast í bænum.
Opnað verður fyrir útboðið 16. apríl. Tilboð sem berast til og með 4. maí verða tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. maí 2025.
Lágmarksboð í byggingarétt er 35.000 kr/m2. Gatnagerðargjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá.
Nánari upplýsingar um umsóknir, skilmála, gatnagerðargjöld og byggingarétt er að finna hér á heimasíðu Reykjanesbæjar https://www.reykjanesbaer.is/is/dalshverfi
Athugið verð gjalda sem lágmarksboð byggir á breytast mánaðarlega miðað við byggingarvísitölu og miðast gjöld við afgreiðsludag.
Tilboð tilgreini staðfang lóðar og upphæð tilboðs sem kr/m2 auk nafns, símanúmers og kennitölu tilboðsgjafa. Tilboð sendist á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að kanna greiðsluhæfi tilboðsgjafa og að hafna öllum tilboðum. Tilboð undir lágmarksverði eru ógild.
Heimild: Reykjanesbær