Ívera hefur fjárfest töluvert í íbúðarhúsnæði á Ásbrú að undanförnu.
Leigufélagið Ívera, áður Heimstaden á Íslandi, hefur gengið frá kaupum á fjölbýlishúsi að Valhallarbraut 744 á Ásbrú í Reykjanesbæ fyrir 600 milljónir króna.
26 íbúðir, sem allar eru um 60 fermetrar, eru í húsinu en heildarstærð þess nemur um 1.598 fermetrum. Seljandi var Ásbrú Íbúðir ehf.
Ívera hefur fjárfest töluvert í íbúðarhúsnæði á Ásbrú að undanförnu. Félagið gekk nýverið frá kaupum á 40 íbúða fjölbýlishúsi á svæðinu af Ásbrú ehf. fyrir nærri milljarð króna. Þá gekk það frá kaupum á öðru fjölbýlishúsi á Ásbrú í lok síðasta árs fyrir 575 milljónir króna.
Kaup SRE III slhf., sérhæfðs fagfjárfestasjóðs í stýringu hjá Stefni og alfarið í eigu lífeyrissjóða, á Heimstaden á Íslandi gengu í gegn í apríl í fyrra.
Samhliða var nafni félagsins breytt í Íveru og er stefnt að því að tvöfalda eignasafnið á næstu árum í um það bil 3 þúsund íbúðir.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.
Heimild: Vb.is