Home Fréttir Í fréttum Vill sigla með Faktorshúsið í nýjan bæ

Vill sigla með Faktorshúsið í nýjan bæ

26
0
Faktorshúsið var reist á nítjándu öld og hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Það er á tveimur hæðum með risi og tæpir 200 fm.

Nýr eig­andi Fa­ktors­húss­ins á Flat­eyri hyggst flytja húsið úr sjáv­ar­pláss­inu og finna því nýj­an stað ann­ars staðar á land­inu, annaðhvort á Vest­fjörðum eða utan þeirra, þar sem það verður gert upp. Hann hef­ur mikla trú á hús­inu, sem er sögu­frægt en komið til ára sinna.

„Þetta er verðugt og skemmti­legt verk­efni. Það á mikið inni þetta hús,“ seg­ir eig­and­inn, sem leit­ar nú að nýrri lóð fyr­ir „höfðingj­ann“.

Fa­ktors­húsið stend­ur við Hafn­ar­bakka 5 á Flat­eyri. Húsið er á tveim­ur hæðum með risi og tel­ur tæpa tvö hundruð fer­metra. Það var byggt árið 1892 sem ger­ir það annað elsta hús bæj­ar­ins. Það á sér langa sögu og hef­ur gengið und­ir ýms­um nöfn­um, þar á meðal Kaup­fé­lags­hús og Odda­hús.

Húsið var upp­haf­lega reist fyr­ir versl­un­ar­stjóra Ásgeir­sversl­un­ar á Ísaf­irði og var fyrst aðeins ein hæð með risi. Árið 1925 var það hækkað um aðra hæð. Húsið hýsti eitt sinn ver­búð, og hlaut þá viður­nefnið Ástr­al­ía, en und­an­far­in ár hef­ur það verið heim­ili fyr­ir lista­tengda starf­semi.

Heimild: Mbl.is