Home Fréttir Í fréttum Norðurþing og Trésmiðjan Rein undirrituðu verksamning vegna byggingar á frístundahúsnæði

Norðurþing og Trésmiðjan Rein undirrituðu verksamning vegna byggingar á frístundahúsnæði

66
0
Á mynd eru fv. Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Sigmar Stefánsson framkvæmdastjóri Rein og Bergþór Bjarnason fjármálastjóri Norðurþings.

Í vikunni rituðu sveitarfélagið Norðurþing og Trésmiðjan Rein ehf. undir verksamning á fyrri áfanga vegna byggingar á nýju frístundahúsnæði við Borgarhólsskóla á Húsavík.

Verksamningur fyrri áfanga er að upphæð 496.906.151 kr. sem er 97,8% af kostnaðaráætlun.

Framkvæmdir við verkið hefjast fljótlega eftir páska og verklok eru áformuð í júní 2026.

Í tilkynningu Norðurþings segir að það sé afar ánægjulegt að bygging á frístundarhúsnæði sé komin á framkvæmdarstig enda hefur sveitarfélagið lengi haft uppi áform um að slíkt húsnæði verði reist.

Heimild: 640.is