Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Grensásdeild á góðri siglingu

Framkvæmdir við Grensásdeild á góðri siglingu

45
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar ganga vel og samkvæmt áætlun. Steypuvinnu á botnplötu annarrar hæðar er lokið og vinna við burðarvirki stendur yfir af krafti.

Undirbúningur fyrir ytra byrði er hafinn þar sem styttist í að uppsteypu ljúki. Innan dyra er verið að leggja fráveitu-, raf- og loftræsilagnir og hafin er vinna í kjallara bæði nýju og eldri bygginga. Góð samvinna við starfsfólk Grensás tryggir örugga og hnitmiðaða framkvæmd.

Mynd: NLSH.is

„Verkið gengur áfram án teljandi tafa og stefnt er að verklokum haustið 2026,“ segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Heimild: NLSH.is