Home Fréttir Í fréttum Áforma þéttingu með félagslegum íbúðum í Grafarvogi

Áforma þéttingu með félagslegum íbúðum í Grafarvogi

37
0
Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna sem mynda meirihlutann í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur samþykktu að veita vil­yrði fyr­ir upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um í Grafar­vogi. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins kusu á móti til­lög­un­um.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð borg­ar­ráðs.

Meiri­hlut­inn samþykkti að veita Fé­lags­bú­stöðum vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að átta íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Hvera­fold 7. Á sama þró­un­ar­svæði var samþykkt að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 16 íbúðum.

Allt að 52 fé­lags­leg­ar íbúðir við Sól­eyj­arima

Meiri­hlut­inn samþykkti einnig að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 18 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Star­engi og vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 14 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Veg­hús.

Þá samþykkti meiri­hlut­inn að veita Bú­seta hús­næðis­sam­vinnu­fé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 52 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Sól­eyj­arima.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Björns­dótt­ir og Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, höfnuðu öll­um til­lög­um á meðan borg­ar­ráðsfull­trú­ar meiri­hlut­ans samþykktu þær all­ar.

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­ráðsfull­trúi Fram­sókn­ar, sat hjá við af­greiðslu.

Skipu­lagt „í mik­illi and­stöðu við íbúa“

„Hluti af þróun hús­næðis­upp­bygg­ing­ar í Grafar­vogi eru reit­ir þar sem fyr­ir­hugað er að byggja upp óhagnaðardrifið hús­næði í sam­starfi við óhagnaðardrif­in upp­bygg­ing­ar­fé­lög og tryggja þannig fjöl­breytt­um tekju­hóp­um og tekju­lág­um þak yfir höfuðið og aðgengi að ör­uggu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu sem og bú­setu­rétt­ar­legu sam­hengi,“ sagði meðal ann­ars í bók­un­um meiri­hlut­ans við all­ar til­lög­ur.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sögðu að áformin væru gerð þvert á vilja íbúa.

„Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks leggj­ast gegn lóðavil­yrðinu enda ljóst að fyr­ir­huguð upp­bygg­ing og þétt­ing byggðar í Grafar­vogi hef­ur verið skipu­lögð í mik­illi and­stöðu við íbúa hverf­is­ins. Bet­ur færi á því að leggja fyr­ir­huguðum áform­um og hefja sam­talið við íbúa Grafar­vogs frá grunni. Sann­ar­lega mætti ráðast í hóf­lega upp­bygg­ingu inn­an hverf­is­ins, ekki síst til að svara þörf­um eldri íbúa sem hefðu hug á að flytja úr stærri sér­býl­um, en öll slík áform þarf að vinna af vand­virkni og í góðri sátt við um­hverfið enda um rót­gróið full­byggt hverfi að ræða,“ sagði meðal ann­ars í bók­un­um sjálf­stæðismanna.

Heimild: Mbl.is