Home Fréttir Í fréttum Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg

Biðlisti eftir íbúðum á Frakkastíg

42
0
Hér er horft á nýbygginguna frá Frakkastíg. Nokkur halli er í götunni. mbl.is/Eggert

Marg­ir hafa sett sig í sam­band við fé­lagið sem er að byggja íbúðir á Frakka­stíg 1 en gert er ráð fyr­ir að íbú­ar verði flutt­ir inn í fe­brú­ar nk.

Fram­kvæmda­fé­lag Arn­ar­hvols bygg­ir húsið fyr­ir Iðu sem hafði sig­ur í sam­keppni um grænt hús­næði framtíðar­inn­ar á lóðinni. Húsið er teiknað af Arn­hildi Pálma­dótt­ur arki­tekt ásamt dönsku arki­tekt­un­um Lenda­ger.

Björt Ólafs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Iðu seg­ir verið að steypa upp sjöttu hæðina en húsið verður sjö hæðir. Hæsti hluti húss­ins snýr í norður, til móts við Sæ­braut, en það stall­ast niður til suðurs, eins og nú er komið í ljós. Fjórða til sjö­unda hæð verða inn­dregn­ar. Íbúðirn­ar, alls tíu tals­ins, fara senn í sölu á al­menn­um markaði.

Við bygg­ingu húss­ins er lögð sér­stök áhersla á að lág­marka kol­efn­is­spor, sem birt­ist í allri nálg­un og efn­is­vali.

End­ur­nýt­ing í klæðningu

„Eins og lagt var upp með verður húsið að stór­um hluta klætt að utan með end­ur­nýtt­um vegriðum frá Vega­gerðinni en á neðstu hæðum verður það klætt með stein­um sem koma úr grunn­in­um á þessu húsi. Stein­arn­ir í klæðning­una eru unn­ir í steinsmiðju í Hafnar­f­irði sem heit­ir nú In­vit en kall­ast í dag­legu tali Grafa og grjót,“ seg­ir Björt.

Á jarðhæð húss­ins verður at­vinnu­rými með stór­um boga­dregn­um glugg­um. Það verður áber­andi enda er mik­il um­ferð um svæðið og húsið nærri Sólfar­inu, ein­um mest sótta áfangastað er­lendra ferðamanna við strönd­ina. Einnig má nefna að al­mennt eru ekki lif­andi jarðhæðir í næsta ná­grenni á Skúla­götu en þar eru íbúðat­urn­ar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í gær og í nýja Mogga-app­inu.

Heimild: Mbl.is