Um er að ræða nýtt 40 íbúa hjúkrunarheimili á einni hæð að Safnatröð 2 á Seltjarnarnesi. Útboð verksins nær til
allra þátta þ.e. jarðvinnu, uppsteypu, tæknikerfa, frágangs innan- og utanhúss auk lóðar. Laus búnaður og ákveðinn sérhæfður tæknibúnaður er undanskilinn.
Verkinu öllu skal að fullu lokið 1. mars 2018.
Helstu stærðir og magntölur eru:
- Brúttóflatarmál húss: 3.422 m²
- Stærð lóðar: 1,3 ha.
- Jarðvinna, gröftur og fyllingar 16.400 m³
- Steypa 2.300 m³
- Mót 12.400 m²
- Steypustyrktarstál: 145 tonn
- Utanhússklæðning: 2.000 m²
- Yfirborðsfrágangur lóðar : 9.000 m²
Afhending útboðsgagna er rafrænt í gegnum útboðsvef hjá: www.strendingur.is (Opnast í nýjum vafraglugga). Bein slóð á útboðsvefinn er:
Opnun tilboða fer fram fimmtudagurinn 11. águst kl. 14:00 hjá Seltjarnarnesbæ, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.