Áætlaður kostnaður við lest frá Keflavíkurflugvelli 100 milljarðar
Eignarhaldsfélagið Fluglestin – þróunarfélag var formlega stofnað í byrjun júní um hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Frá þessu er greint í Fréttatímanum. Áætlað er að kostnaður við verkefnið verði um 100 milljarðar. Þegar er búið að fjárfesta í því fyrir 200 milljónir.
Danska verkfræðifyrirtækið Per Aarsleff er stærsti hluthafinn með 23 prósent hlutafjár. Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, á 20 prósenta hlut, Reykjavíkurborg 2,7 prósent og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 1,5 prósent. Áætlað er að lestarsamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins hefjist innan átta ára.
Heimild: Vf.is