Home Fréttir Í fréttum Geo Salmo vill sækja sex milljarða til uppbyggingar

Geo Salmo vill sækja sex milljarða til uppbyggingar

54
0
Tölvumynd af áætluðum mannvirkjum GeoSalmo. Mynd/GeoSalmo

„Auðvitað er fjármögnunarumhverfið enn þess eðlis að þetta tekur sinn tíma. Þetta er ekki beinn vegur en okkur hefur orðið ágengt,“ segir forstjóri Geo Salmo.

Landeldisfyrirtækið GeoSalmo í Þorlákshöfn vinnur nú að því að sækja að minnsta kosti 40 milljónir evra, jafnvirði um 6 milljarða króna, í nýtt hlutafé.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

„Þá hefur landeldisfyrirtækið fengið vilyrði fyrir lánssamning upp á ríflega hundrað milljónir evra, eða sem nemur hátt í 15 milljörðum króna, frá DNB, Arion banka og Eksfin,“ segir á vb.is þar sem einnig er vitnað til ummæla Håkon Andre Berg, stjórnarformanns og hluthafa í GeoSalmo, í vefmiðlinum IntraFish. „Fyrirtækið horfir til til þess að fjármagna fyrsta fasa framkvæmda,“ er haft eftir Berg sem hafði verið með erindi á sjávarútvegssýningunni NASF í Bergen.

Jens Þórðarson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Áfram í hægum en öruggum skrefum
Áætlað er að fyrsti fasi landeldisstöðvar GeoSalmo framleiði allt að 7.800 tonn. Viðskiptablaðið ræðir við Jens Þórðarson, forstjóra GeoSalmo, sem kveður fyrsta fasa uppbyggingarinnar verði fjármagnaðan í áföngum og segir ofangreinda fjármögnun vera langt á veg komna.

„Auðvitað er fjármögnunarumhverfið enn þess eðlis að þetta tekur sinn tíma. Þetta er ekki beinn vegur en okkur hefur orðið ágengt. Þetta gengur áfram hægum en öruggum skrefum. Við höldum því bara áfram,“ er haft eftir Jens Þórðarsyni á vb.is þar sem nánar er fjallað um málið.

Heimild: Fiskifrettir.vb.is