Home Fréttir Í fréttum Telur að borgin þurfi að bakka

Telur að borgin þurfi að bakka

84
0
Lögmaður telur of geyst hafa verið farið í leyfisveitingum. mbl.is/Karítas

„Borg­in stend­ur frammi fyr­ir því að end­ur­skoða og jafn­vel aft­ur­kalla fyrri ákv­arðanir og heim­ild­ir fyr­ir fram­kvæmd­um. Regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar gera það að verk­um að þar þarf borg­in að fara um með ýtr­ustu gát og tryggja að nýj­ar ákv­arðanir í mál­inu valdi ekki rétt­ar­spjöll­um fyr­ir aðra hags­muni en þeim er ætlað að vernda. Taf­irn­ar í mál­inu skýr­ast mögu­lega af því að borg­in þarf að gæta sín að upp­fylla al­menn­ar regl­ur um slík­ar fram­kvæmd­ir og regl­ur stjórn­sýslu­laga á öll­um stig­um máls.“

<>

Þetta seg­ir Er­lend­ur Gísla­son lögmaður Bú­seta sem tel­ur að borg­in hafi farið of geyst þegar leyfi voru veitt fyr­ir Álfa­bakka 2 og því þurfi hún að bakka.

Fram­kvæmd­ir við vöru­húsið að Álfa­bakka 2 halda áfram þrátt fyr­ir að fram­kvæmd­ir við kjötvinnsl­una hafi verið stöðvaðar. Sú ákvörðun varð til þess að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði stjórn­sýslukæru Bú­seta frá. Frá þeim tíma hef­ur verið unnið að öðrum verkþátt­um húss­ins nema kjötvinnsl­unni á meðan beðið er eft­ir end­an­legri ákvörðun bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík.

Er­lend­ur vís­ar til meg­in­reglna stjórn­sýslu­lag­anna sem hann seg­ir að bet­ur hefði verið gætt að á fyrri stig­um þar sem margt virðist hafa farið fram hjá borg­inni og bygg­ing­in risið eins og raun ber vitni.

Mikl­ir hags­mun­ir und­ir

„Ljóst er að mikl­ir hags­mun­ir eru und­ir og borg­in þarf að meta sam­spilið hér á milli máls­hraðareglu stjórn­sýslu­rétt­ar, þ.e. að af­greiða mál eins fljótt og auðið er, og rann­sókn­ar­regl­unn­ar. Þannig þarf að gæta vel að rann­sókn máls­ins og hvort skil­yrði eru til að aft­ur­kalla fyrri ákvörðun en þegar hags­mun­ir eru mikl­ir og fram­kvæmd­in held­ur áfram eru meiri kröf­ur til þess að borg­in flýti málsmeðferð til að tak­marka mögu­legt tjón.“

Heimild: Mbl.is