Helstu magntölur eru:
- Gröftur 9000 m³
- Fylling 8300 m³
- Malbik 5700 m²
- Fráveita 1415 m
- Hitaveita 1410 m
Verkinu er skipt upp í 2 áfanga.
- Áfangi 1 er frá Vallarbraut fram yfir Litlagerði og felur í sér endurnýjun allra lagna og malbikun götu, allt nema kantstein og gangstétt. Áfanga 1. skal lokið fyrir 25. ágúst 2025.
- Áfangi 2 felur í sér endurnýjun allra lagna frá Litlagerði að Nýbýlavegi og malbikun götu, allt nema kantstein og gangstétt. Áfanga 2. skal lokið nóvember 2025.
- Áfangi 3 felur í sér lokafrágang á allri götunni.
Verktaki skal ljúka við lagningu fráveitu og vatnsveitu frá Vallarbraut fram yfir Litlagerði, ásamt öllum malarfyllingum (áfangi 1) áður en heimilt er að byrja á fráveitu og vatnsveitu frá Litlagerði að Nýbýlavegi (áfangi 2). Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 2026.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 24. febrúar 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu Selfossi, með tölvupósti á netfangið bardur.arnason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 12. mars 2025 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.