Home Fréttir Í fréttum Hugað að nýjum höfuðstöðvum fyrir Landsvirkjun

Hugað að nýjum höfuðstöðvum fyrir Landsvirkjun

40
0
Lóðir við Bústaðavegi, Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun mun kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar þeirra.

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar þeirra

Það kemur hins vegar í hlut næstu stjórnar, sem skipuð verður í apríl, að ákveða hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður.

Þá hefur stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á gömlu höfuðstöðvunum þeirra við Háaleitisbraut og hefur Landsvirkjun samið við Kviku banka um að vera þeim þar innan handar.

Heimild: Landsvirkjun.is