Landsvirkjun hefur ákveðið að breyta um nafn á fyrsta vindorkuveri landsins sem verið er að reisa í Rangárþyngi ytra.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákveðið hafi verið að vindorkuverið, sem hingað til hefur gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur, beri nú heitið Vaðölduver.
„Eftir að staðsetningu vindorkuversins var breytt og umfang þess minnkað teljum við ekki rétt að kenna það við Búrfell, enda er það fjall töluvert sunnar,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir einnig að Vaðdölduver rísi sunnan við Sultartangastíflu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, á svæðinu við fellið Vaðöldu. Staðið hafi til um allnokkurn tíma að kenna vindorkuverið við Vaðöldu, en þar sem var þekkt í öllu leyfisveitingaferlinu sem Búrfellslundur var ákveðið að hrófla ekki við nafninu fyrr.
Við Vaðöldu rísa á næstu árum 28 vindmyllur frá þýska framleiðandanum Enercon. Fyrri 14 vindmyllurnar verða reistar vorið og sumarið 2026 og gangsettar um haustið. Reiknað er með að Vaðölduver verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027.
Heimild: Mbl.is