Home Fréttir Í fréttum Vaðölduver í stað Búrfellslundar

Vaðölduver í stað Búrfellslundar

29
0
Vindorkuverið á að rísa við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Tölvumynd/Landsvirkjun

Lands­virkj­un hef­ur ákveðið að breyta um nafn á fyrsta vindorku­veri lands­ins sem verið er að reisa í Rangárþyngi ytra.

<>

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un seg­ir að ákveðið hafi verið að vindorku­verið, sem hingað til hef­ur gengið und­ir vinnu­heit­inu Búr­fells­lund­ur, beri nú heitið Vaðöldu­ver.

„Eft­ir að staðsetn­ingu vindorku­vers­ins var breytt og um­fang þess minnkað telj­um við ekki rétt að kenna það við Búr­fell, enda er það fjall tölu­vert sunn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að Vaðdöldu­ver rísi sunn­an við Sult­ar­tanga­stíflu á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu, á svæðinu við fellið Vaðöldu. Staðið hafi til um all­nokk­urn tíma að kenna vindorku­verið við Vaðöldu, en þar sem var þekkt í öllu leyf­is­veit­inga­ferl­inu sem Búr­fells­lund­ur var ákveðið að hrófla ekki við nafn­inu fyrr.

Við Vaðöldu rísa á næstu árum 28 vind­myll­ur frá þýska fram­leiðand­an­um Enercon. Fyrri 14 vind­myll­urn­ar verða reist­ar vorið og sum­arið 2026 og gang­sett­ar um haustið. Reiknað er með að Vaðöldu­ver verði að fullu til­búið og komið í rekst­ur fyr­ir lok árs­ins 2027.

Heimild: Mbl.is