Home Fréttir Í fréttum Blönduósbær hefur látið hanna nýja göngubrú yfir í Hrútey

Blönduósbær hefur látið hanna nýja göngubrú yfir í Hrútey

317
0
Mynd: Húni.is

Blönduósbær hefur látið hanna nýja göngubrú yfir í Hrútey. Miðað er við að gamla Blöndubrúni verði notuð en hugað er að heildaraðgengi, salernisaðstöðu og bættum gönguleiðum í eyjunni. Hugmyndin er að fá fjárlaganefnd, Framkvæmdasjóða ferðamannastaða og Vegagerðina að verkefninu en bætt aðgengi að Hrútey ætti að gera hana að mun vinsælli áningarstað en nú er.

<>

Þetta kemur fram í skýrslu sveitarstjóra Blönduósbæjar sem kynnt var á sveitarstjórnarfundi 14. júní síðastliðnum en í henni er samantekt um verkefni sem eru í vinnslu á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar á hverjum tíma.

Hrútey er friðuð sem fólksvangur að ósk heimamanna og er umsjón fólksvangsins alfarið í höndum heimamanna í samvinnu við Umhverfisstofnun. Í skýrslu sveitarstjóra segir að öðru hvoru hafi komið upp sú umræða að ekki sé þörf á að loka eyjunni um varptímanna sem er frá 20. apríl til 20. júní ár hvert. Nauðsynlegt sé að heimamenn í samvinnu við Umhverfisstofnun móti afstöðu til þess og að þær breytingar, ef til kæmu, yrðu í tengslum við nýja göngubrú.

Þá segir í skýrslunni að einnig mætti skoða að hafa hluta eyjunnar lokaða þó að hægt yrði að ganga úti í hana og hugsanlega upp á efri stallinn á móti bílastæðunum.

Heimild: Húni.is

 

Previous articleSnæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarði fær BREEAM vottun
Next articleNiðurstöður úr samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis