Home Fréttir Í fréttum Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarði fær BREEAM vottun

Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarði fær BREEAM vottun

157
0

Snæfellsstofa, Vatnajökulsþjógarði, varð í vikunni fyrsta nýbyggingin á Íslandi til að hljóta bæði hönnunarvottun og fullnaðarvottun af breska umhverfisvottunarkerfinu BREEAM.

<>

Allir sem koma að verki eiga mikið hrós skilið fyrir dugnað og þrautseigju að mati Framkvæmdasýslu ríkisins . Snæfellsstofa markar upphafið að því að menn fóru að huga að vottun fyrir vistvæni íslenskra bygginga og jafnframt sú fyrsta á landinu til að fá umhverfisvottun á hönnunartíma. Það má því segja að Snæfellsstofa sé brautryðjandi vistvænna bygginga á Íslandi.

Verkefnastjóri verkefnisins hjá Framkvæmdasýslu ríkisins lét hafa eftir sér; „Þetta er örugglega það ánægjulegasta sem gerst hefur í mínu starfi hér hjá FSR.“ Ummæli hans eru til marks um það hversu mikilvægur áfangi þetta er, ekki bara hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, heldur á Íslandi sem heild.

Á hönnunarstigi náði Snæfellsstofa 59,33% stiga en það getur alltaf komið fyrir að einhver stig fari forgörðum. Endanlegt skor var 53,90% og hlaut byggingin þrjár stjörnur af fimm mögulegum eða einkunnina „Good“ og geta því allir sem komu að verki vel við unað enda er þetta stór áfangi. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Þess má til gamans geta að Snæfellsstofa hlaut einnig Steinsteypuverðlaunin fyrr á þessu ári og verður þetta því að teljast ansi gott ár hjá Vatnajökulsþjóðgarði.