Home Fréttir Í fréttum Margir mættu á opið hús: Mikill áhugi á sögufrægri eign

Margir mættu á opið hús: Mikill áhugi á sögufrægri eign

32
0
Gamli skólabær er með eldri húsum í Reykjavík. Ljósmynd/FSRE

Mik­ill áhugi er á sögu­frægri eign Há­skóla Íslands við Suður­götu og var góð mæt­ing á opið hús á dög­un­um.

<>

Þetta seg­ir Hrund Ein­ars­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Fram­kvæmda­sýslu – Rík­is­eign­um (FSRE), í sam­tali við mbl.is.

Eign­in er 405 fer­metr­ar og er ásett verð 465 millj­ón­ir króna.

Á lóðinni standa tvö hús, nýi Skóla­bær, stein­steypt og fal­legt ein­býl­is­hús hannað af Guðjóni Samú­els­syni og Hjálm­ari Sveins­syni árið 1928, og gamli Skóla­bær, báru­járnsklætt timb­ur­hús byggt af Valda Valda­syni árið 1867 og friðað árið 2012.

Heimild: Mbl.is