Home Fréttir Í fréttum Eldur kvikn­aði í tækja­bún­aði veit­inga­stað­ar í Borg­ar­túni

Eldur kvikn­aði í tækja­bún­aði veit­inga­stað­ar í Borg­ar­túni

21
0
Turninn við Höfðatorg þar sem Hamborgafabrikkan er til húsa. RÚV / Ragnar Visage

Eldur kom upp í tækjabúnaði veitingahússins Hamborgarafabrikkunnar í Borgartúni um klukkan þrjú í nótt.

<>

Eldvarnarkerfi hafði slökkt eldinn að mestu þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Varðstjóri segir mikinn reyk hafa verið í húsinu og reykkafarar sendir inn til að tryggja að hvergi logaði í glæðum. Hann telur skemmdir minni háttar en tryggingafélag veitingahússins metur umfang þeirra.

Heimild: Ruv.is