Í dag 20. febrúar 2025 mun Verkfræðingafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance).
Staður: Hilton Reykjavík Nordica, salur H-I. (Ráðstefnunni verður streymt).
Tími: Fimmtudagur 20. febrúar 2025 kl. 9-12.
Húsið opnar kl. 8:30 – heitt á könnunni.
Á ráðstefnunni verður kastljósi beint að opinberum stórframkvæmdum sem rannsóknir sýna að fara mjög oft langt fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjármálaráðuneytið, IMaR ráðstefnuna, CORDA og MPM námið í Háskólanum í Reykjavík, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Vegagerðina og Betri samgöngur. Markmiðið er að leiða saman stjórnsýslu, atvinnulíf og fræðasamfélag.
Kastljósi verður sérstaklega beint að samgönguverkefnum hins svokallaða samgöngusáttmála og nauðsyn þess að verkefnastjórnsýsla sé vönduð í slíkum verkefnum. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir sérfræðingar, m.a. frá fjármálaráðuneyti Noregs.
Dagskrá
Kl. 9:00 Setning – ávarp ráðstefnustjóra
Dr. Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ.
Kl. 9:15 – 9:45 The Norwegian State Project model
Ingvild Melvær Hanssen sérfræðingur í norska fjármálaráðuneytinu.
KL. 9:45-10:15 Following the „Norwegian way“. – Experiences gained and lessons learned
Dr. Ole Jonny Klakegg, prófessor við Háskólann í Þrándheimi.
Kl. 10:15 – 10:45 PROGRAM DENMARK: Transforming Public Projects through Research – Insights from Denmark and Norway.
Dr. Per Svejvig, prófessor við Háskólann í Árósum.
Kl. 10:45 – 11:00 Kaffihlé
Kl. 11:00 – 11:15 Vegagerðin – Verkefnastjórnsýsla risaverkefna
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni.
Kl. 11:15 – 11:30 Betri samgöngur – Mat áhættu við áætlanagerð.
Dr. Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum.
Kl. 11:30 12:00 – Pallborðsumræður og samantekt.
Ávarp fjármálaráðherra, Dr. Daða Más Kristóferssonar.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Heimild: Vf.is