Home Fréttir Í fréttum 06.03.2025 Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025

06.03.2025 Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025

63
0

Verðfyrirspurn

<>

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025.

Um er að ræða jarðvegsskipti á fyrirhuguðu sorpmóttökusvæði og í vegtengingu að svæðinu, uppgrafið efni flutt á losunarstað, verktaki útvegi burðarhæft efni í fyllingu. Umhverfis svæðið skal setja upp girðingu úr galvanhúðuðum grindum á stálstaurum, sem steyptir eru fastir í hólka í jarðveg. Á girðinguna komi tvö aksturhlið.

Helstu magntölur:

  • Gröftur: 466 m3
  • Burðarlag: 628 m3
  • Grindagirðing: 168 m
  • Aksturhlið: 2 stk

Opnunardagur tilboða er 6. mars 2025.

Verkinu í heild skal lokið 1. júlí 2025.

Verðfyrirspurnargögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 19. febrúar 2025. Óska skal eftir gögnum í tölvupósti á netfangið stod@stodehf.is